LÍFLEGT KAFFIHÚS VIÐ HÖFNINA

NOTALEGT KAFFIHÚS FYRIR SÆLKERA OG KAFFIUNNENDUR.

     

Kaffislippur er enn ein rósin í hnappagat Reykjavík Marina, staðsett í vesturenda hússins. Við bjóðum upp á heimalagað ljúfmeti af bestu gerð sem bæði er hægt að neyta á staðnum og grípa með sér. Okkar sérgreinar eru margnaður morgunmatur, alls konar kaffi, létt hollusta og síðast en ekki síst klikkaðar kræsingar.

Kaffi er okkur á Kaffislipp hugleikið, enda kaffidrykkja dásamleg félagsleg athöfn sem við viljum rækta og nostra við. Kaffivélin okkar hreinlega malar þegar hún fær að sýna sig og sanna. Við leggjum mikið upp úr því að gestir okkar fái bæjarins besta kaffi, hvort sem þeir kjósa uppáhelling eða skemmtilega blöndu sem möluð er á staðnum af fagfólki. Kókostoppar, sörur, gómsætar makkarónur og fleira “hjemmelavet” gúmmelaði bragðast svo undursamlega með kaffinu.

UM OKKUR

KAFFIMENNINGIN Á KAFFISLIPP

Við veljum kaffi frá mismunandi brennslum á Íslandi og leitum uppi það ferskasta hverju sinni með það að markmiði að tryggja bestu mögulegu gæðin..

Viðburður    Miðvikudagurinn 17. MAÍ kl. 17:00

UPPLESTUR Á KAFFISLIPP

Lesa meira

Tónleikar     Fimmtudaginn 29. MAÍ kl. 20:30

NÁNARI UPPLÝSINGAR SÍÐAR

Lesa meira

KAFFIDRYKKIR

ÞAÐ BESTA Í 101 REYKJAVIK

Í MORGUNSÁRIÐ

MAGNAÐUR MORGUNVERÐUR

KLUKKAN SLÆR

OPIÐ FRÁ 07-18 ALLA DAGA

GRÍPTU MEÐ

TAKEAWAY KAFFI OG MEÐLÆTI